miðvikudagur, 28. maí 2008

Fyrsta tilraun

Nú ætla ég að vígja nýju bloggsíðuna sem hún Þórunn Gréta systir mín var svo góð að hjálpa mér að stofna. Hér ætla ég að segja fréttir af mér og mínum því það er alltaf eitthvað skemmtilegt að gerast hjá mér í sveitinni. Við mamma erum að vinna í ferðaþjónustunni á Skipalæk hjá ömmu og ég er mjög duglegur að hjálpa til, sérstaklega þó í þvottinum og þegar það er verið að búa um rúm. Mér finnst gaman að rugla rúmunum þegar það er búið að búa um en það finnst engum öðrum skemmtilegt og ég botna ekkert í því þessari smámunasemi þó að rúmfötin krumpist svolítið, það vita nú allir að þau krumpast hvort sem er þegar fólk sefur í þeim. Þegar allir eru orðnir voða pirraðir á mér þá er ég tekinn upp og settur á einhvern annan stað og ég sé alltaf eitthvað nýtt og spennandi. Mér finnst t.d.ruslafötur mjög spennandi bæði fullar og tómar og ég get endalaust dundað mér við að skoða rusl og tína það upp úr fötunum og dreifa því um allt.

Ég er farinn að ganga og eiginlega líka hlaupa því stundum finnst mér ég bara ekki fara alveg nógu hratt og mamma segir að ég fari stundum framúr sjálfum mér, ég skil nú ekki hvernig það er hægt en ég get nú ýmislegt sem aðrir geta ekki.

Það er lítið folald hér á Skipalæk og ég fékk að strjúka því og klappa þegar það lá úti í sólinni í gærmorgun. Við vorum miklir vinir þangað til ég potaði í augun á því en þá stóð það upp og fór. Mamma ætlar endilega að taka mynd af okkur saman og kannski get ég sýnt ykkur hana.

Meira síðar....Sigurjón Torfi

4 ummæli:

Karna Sigurðardóttir sagði...

Jaeja godi, tad er eins og pabbi sagdi... tu ert ungur settur i Skipalaekjar-tjalfunarprogramid. Gangi vel og goda daga, en mundu: TAD ER BANNAD AD POTA I AUGUN A FOLOLDUM! ;) Systa fer ad grata og gola ef tu gerir tad! K

Þórunn Gréta sagði...

Já, þú verður að passa að vera góður við folöldin! En þú stendur þig vel í húsverkunum og ég er vissum að það er ömmu að skapi. Við Davíð hlökkum til að sjá þig í júní, þá getum við komið í kapphlaup!

Nafnlaus sagði...

Heill og sæll, herra minn.
Til hamingju með nýju síðuna þína.
Flott myndin af þér, þar sem þú blessar hólinn.
Oh, eru systur þínar að siða þig!
Gættu þess bara að klappa fölöldunum gætilega um augun :)
Hlakka til að sjá þig, heillakall.
Kveðja,
Anna Guðný

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með þessa síðu. Nú getur maður bara fylgst með þér á netinu.
Kolgríma, gamla kisan mín, hún er alveg eins og þú - hún elskar að fá að taka þátt í því að búa um rúm. Skemmtilegast þykir henni að fá að vera undir sænginni þegar verið er að hrista hana og slétta. Svo þykir henni mjög notalegt að fá að leggja sig í tandurhreinu bólinu.
Gangi þér allt í haginn gæskur.
kveðja til mömmu þinnar.
Rannveig Árna