fimmtudagur, 24. desember 2009

sunnudagur, 2. ágúst 2009

Brúðkaup


Alltaf gott að sitja í fanginu á ömmu á Skipalæk.


En ég get líka setið sjálfur til borðs...


.... með smá tilsögn Katrínar og ömmu...


Þetta eru brúðhjónin, Bergur og Álfheiður. Ég gerði tvær heiðarlegar tilraunir til að stela af þeim senunni og tókst ágætlega til á meðan á því stóð!!

Sumarbústaðarferð


Við sumarbústaðinn í Ytri-Vík var heitur pottur og þar var sko notalegt að busla og hvíla sig.

Púslað og lesið heima í Lagarfellinu


Heimsókn í Freysnesið til Tótu frænku



Heimsókn í Freysnesið til Tótu frænku




fimmtudagur, 9. júlí 2009

Hér eru heimildamyndir um það sem ég er að bardúsa. Mamma var með trommusett í stofunni fyrir ættarmótið um síðustu helgi og ég sýndi mikla takta. Svo þarf ég stundum að hjálpa ömmu á Skipalæk

sunnudagur, 7. júní 2009

Sandkassi







Um síðustu helgi fórum við út á Héraðssand, settum hluta af honum í kerru, keyrðum heim og settum hann í sandkassann minn hérna í garðinum. Núna er ég semsagt alltaf að leika mér í sandkassanum mínum þegar gott er veður og það er ótrúlega uppbyggjandi og lærdómsríkt að moka sandi í fötu bara til að hella úr henni og moka aftur í hana.

miðvikudagur, 15. apríl 2009

Pakki frá NZ

Hvað haldið þið!!! Ég fékk pakka alla leið frá Nýja Sjálandi en þar er einmitt systir mín að læra rosalega mikið. Mér finnst reyndar að hún ætti að fara að koma heim til Íslands og sjá hvað ég er orðinn stór og myndarlegur, en þangað til, verður hún bara að skoða myndirnar hér á síðunni minni. Takk, takk, takk fyrir pakkann.

mánudagur, 13. apríl 2009

Ég að borða

Gat ekki stillt mig um að senda mynd af mér þar semég er að borða, ég er nefnilega farinn að geta gert ýmislegt sjálfur, aleinn og hjálparlaust.......bráðum verð ég stór

Kaggi

Það eru sko ekki allir sem eiga svona góða nágranna eins og ég......

Einn góðan veðurdag kom Salka dóttir Þodda og Ástu Jónu með þennan líka fína bíl til mín. Hann er reyndar aðeins of stór svo að ég er ekki farin að geta hjólað á honum en ég þar sem ég reikna með að stækka aðeins meira þá er ég farinn að hlakka til að geta hjólað um pallinn þveran og endilangan t.d. í sumar, en þangað til, þykist ég vera viðgerðarmaður og spjalla við afa um bílinn og hvernig á að gera við.

Páskaegg


Selma Þórunn frænka mín kom í heimsókn og gaf mér páskaegg sem ég borðaði að sjálfsögðu strax með tilheyrandi smyrjaútumallt stæl.

Gestagangur

Um páskana kom Sigríður Svandís frænka mín í heimsókn, hún er bara ágæt og við getum alveg leikið okkur...hm í hæfilegri fjarlægð frá hvort öðru. Ég var hálf feiminn við hana enda er hún stærri en ég, með miklu meira hár og ábyggilega sterkari líka. Hérna eru myndir sem voru teknar af okkur þegar við vorum að næra okkur aðeins.....













mánudagur, 6. apríl 2009

Sleðaferð









Stundum fer ég í Skipalæk til að renna mér á sleða og það er frábært. Amma er ótrúlega dugleg að draga mig upp og niður hólinn á sleðanum og þegar við verðum þreytt þá förum við inn og fáum okkur pönnukökur. Í gær heilsuðum við upp á afa Grétar á sjúkrahúsinu og þegar við komum heim í Skipalæk aftur þá tók ég nokkrar sleðabunur og hitti líka hestana.


föstudagur, 27. mars 2009

Daglegt líf

.....mamma er ótrúleg. Hún gleymir að taka myndir á mikilvægum stundum eins og afmæli en er svo að taka myndir þegar ég er að gera bara venjulega hluti, eins og t.d. að borða muffins í mesta sakleysi...

....eða hjóla (ég er mjög flínkur að hjóla)...

Afmælismynd


Mamma tók eiginlega engar myndir í afmælinu mínu en hér er þó ein

Afmæli

Eins og auðvitað allir vita þá átti ég afmæli 15 mars og þá kom fullt af skemmtilegu fólki í heimsokn til okkar mömmu. Það vildi nú samt þannig til að ég, afmælisbarnið sjálft, vaknaði óvenju seint af lúrnum mínum og þegar ég kom fram með stírurnar í augunum og svolítið úrillur, þá var húsið orðið fullt af fólki. Ég jafnaði mig reyndar furðu fljótt þegar ég fór að taka upp pakka og þessi dagur var alveg frábær. Ég fékk góða hjálp við að taka upp pakkana eins og sést á upptökunni sem fylgir hér með.

föstudagur, 6. mars 2009

Ný orð

Nú er ég farinn að prófa mig áfram með að tala. Það er dálítið snúið því að sum hljóð kann ég bara ekkert að búa til, ég prófa mig áfram með því að herma eftir fullorðna fólkinu en orðin hljóma oft öðruvísi hjá mér heldur en þeim. EN STUNDUM TEKST ÞAÐ!!!!!

miðvikudagur, 4. febrúar 2009

Nokkrar jólamyndir












Lalla lalla

Ég er farin að tralla aðeins með skemmtilegum lögum.....

Úti í snjónum




Í fyrradag fór ég út með snjóþotuna mína og baksaðist dálítið í snjónum. Með þessum myndum fylgja sérstakar "ískaldar" kveðjur til stórusystur-miðjubarns og Önnu Guðnýjar systramóður minnar en þær eru einhversstaðar hinumegin á hnettinum í steikjandi hita og mollu.....örugglega


Eg að skoða bók

Jæja þá er komið nýtt ár og tími til kominn að segja einhverjar fréttir af mér sjálfum. Þessar fréttir eru aðallega í formi mynda sem hér fylgja með því eins og allir vita þá segja þær yfirleitt mikið meira en mörg orð. Meðfylgjandi er mynd af mér að skoða Vísnabókina mína góðu og þar eru nú ýmsar persónur sem eru áhugaverðari en aðrar.......