miðvikudagur, 16. júlí 2008

Mikið að gera
















Hér koma myndir af mér í stússinu á Skipalæk

7 ummæli:

Karna Sigurðardóttir sagði...

"já, börn stækka..." sagði Elías, ef ég man rétt, og hitti þar aldeilis naglann á höfuðið.

Það er ægilega notalegt að sjá hvernig barnæskan okkar endurspeglast í þinni, kannski er það nostalgíusjúkdómurinn að fara með mann.

Næst væri dásamlegt að fá brosmynd, bara til að vera alveg viss um að þú hafir fengið örlítið að vitleysisganginum frá mér!

Knús elsku snáði, far vel!
K

Þórunn Gréta sagði...

Vuhú! Skemmtilegar myndir, bara farinn að vera aleinn á hestbaki og í traktornum! En ég sé að Karítas hefur passað þig vel... það er gott að eiga góðar frænkur. Og áhugasemi þín um þvott er engu lagi lík. Við sjáumst í næstu viku!

Nafnlaus sagði...

Heill og sæll, herra Sigurjón Torfi, þvottaklemmustjóri.

Aldeilis myndarlegar myndir af þér, myndarmanninum.

Þú situr hest ljómandi vel. Mundu eftir hjálminum.

Líka mjög flottar myndirnar af ykkur Kjartani Ísaki og Iðunni Margréti, hjá Brynju Hafnarfjarðarfrænku.

Kær kveðja, Anna Guðný

Nafnlaus sagði...

Sæll snáði, ég vil óska ykkur múttu túttu til hamingju með nýja fína húsið ykkar. Hlakka svo til þegar þið flytjið, ég ætla að verða óþolandi nágranninn, alltaf í heimsókn. Kveðja Gréta A.

Nafnlaus sagði...

blessaður Sigurjón Torfi voðalega ertu duglegur kallinn að hjálpa mömmu, þú værir líklega ekki í vandræðum að opna fatahreinsun eins duglegur og þú ert,,

og líka á hestbaki voðallega er þetta falleg frænka sem er að passa þig, kv Jóna

Nafnlaus sagði...

Þú ert greinilega upprennandi stórbóndi. Sé þig í anda þeysast um Héraðið á gæðingi og snara þér síðan í heyskap á einhverju flottu landbúnaðartæki 21. aldarinnar.
Flottur, flottari, flottastur.
Bið að heilsa mömmu.
kv.
Rannveig Árna

Nafnlaus sagði...

Sæll herramaður,
það var svo gaman að sjá þig loksins og mömmuna þína líka fyrir austan á dögunum í nýja húsinu ykkar.
Vonandi hefur "tríóinu síkáta" ekki tekist að spilla uppeldinu á þér þessa stund sem þau voru með sýnikennsluna... !!!
Hlökkum til að fylgjast með afrekunum þínum hér :o)
Flottur á hestbaki!
Vonandi ganga framkvæmdir vel.

Bless, bless,
Kiddý, Palli, Uni Dagur, Signý Pála og Hanna Steina