miðvikudagur, 4. febrúar 2009

Nokkrar jólamyndir
Lalla lalla

Ég er farin að tralla aðeins með skemmtilegum lögum.....

Úti í snjónum
Í fyrradag fór ég út með snjóþotuna mína og baksaðist dálítið í snjónum. Með þessum myndum fylgja sérstakar "ískaldar" kveðjur til stórusystur-miðjubarns og Önnu Guðnýjar systramóður minnar en þær eru einhversstaðar hinumegin á hnettinum í steikjandi hita og mollu.....örugglega


Eg að skoða bók

Jæja þá er komið nýtt ár og tími til kominn að segja einhverjar fréttir af mér sjálfum. Þessar fréttir eru aðallega í formi mynda sem hér fylgja með því eins og allir vita þá segja þær yfirleitt mikið meira en mörg orð. Meðfylgjandi er mynd af mér að skoða Vísnabókina mína góðu og þar eru nú ýmsar persónur sem eru áhugaverðari en aðrar.......