miðvikudagur, 15. apríl 2009

Pakki frá NZ

Hvað haldið þið!!! Ég fékk pakka alla leið frá Nýja Sjálandi en þar er einmitt systir mín að læra rosalega mikið. Mér finnst reyndar að hún ætti að fara að koma heim til Íslands og sjá hvað ég er orðinn stór og myndarlegur, en þangað til, verður hún bara að skoða myndirnar hér á síðunni minni. Takk, takk, takk fyrir pakkann.

mánudagur, 13. apríl 2009

Ég að borða

Gat ekki stillt mig um að senda mynd af mér þar semég er að borða, ég er nefnilega farinn að geta gert ýmislegt sjálfur, aleinn og hjálparlaust.......bráðum verð ég stór

Kaggi

Það eru sko ekki allir sem eiga svona góða nágranna eins og ég......

Einn góðan veðurdag kom Salka dóttir Þodda og Ástu Jónu með þennan líka fína bíl til mín. Hann er reyndar aðeins of stór svo að ég er ekki farin að geta hjólað á honum en ég þar sem ég reikna með að stækka aðeins meira þá er ég farinn að hlakka til að geta hjólað um pallinn þveran og endilangan t.d. í sumar, en þangað til, þykist ég vera viðgerðarmaður og spjalla við afa um bílinn og hvernig á að gera við.

Páskaegg


Selma Þórunn frænka mín kom í heimsókn og gaf mér páskaegg sem ég borðaði að sjálfsögðu strax með tilheyrandi smyrjaútumallt stæl.

Gestagangur

Um páskana kom Sigríður Svandís frænka mín í heimsókn, hún er bara ágæt og við getum alveg leikið okkur...hm í hæfilegri fjarlægð frá hvort öðru. Ég var hálf feiminn við hana enda er hún stærri en ég, með miklu meira hár og ábyggilega sterkari líka. Hérna eru myndir sem voru teknar af okkur þegar við vorum að næra okkur aðeins.....













mánudagur, 6. apríl 2009

Sleðaferð









Stundum fer ég í Skipalæk til að renna mér á sleða og það er frábært. Amma er ótrúlega dugleg að draga mig upp og niður hólinn á sleðanum og þegar við verðum þreytt þá förum við inn og fáum okkur pönnukökur. Í gær heilsuðum við upp á afa Grétar á sjúkrahúsinu og þegar við komum heim í Skipalæk aftur þá tók ég nokkrar sleðabunur og hitti líka hestana.