miðvikudagur, 11. júní 2008

Heimsókn í Hafnarfjörðinn







Um síðustu helgi fórum við mamma til Hafnarfjarðar og hittum Brynju frænku og Kára. Við gistum þar nokkrar nætur og meira að segja var ég aleinn hjá þeim heila nótt á meðan mamma fór í sumarbústað. Ég stóð mig vel, eins og alltaf, og Brynja hrósaði mér mikið fyrir hvað ég var duglegur. Ég hitti líka Iðunni Margréti og Kjartan Ísak og það var sko rosalega gaman. Hér eru myndir úr þessari ferð

Lífið á Læk

Það er ýmislegt sem ég stússa í hér á Skipalæk. Meðfylgjandi eru myndir sem segja meira en mörg orð

sunnudagur, 1. júní 2008

....fleiri myndir.....

Þarna var ég nýbúinn að hjálpa mömmu að hengja út þvott og eins og venjulega var ég mjög hjálpsamur. Ég tíndi allan þvottinn uppúr balanum, setti hann í grasið og settist síðan sjálfur í balann. Mér fannst þetta skemmtilegt en mamma var ekkert ánægð með hvernig ég fór með tandurhreinan þvottinn, en ég veit að það er alltaf hægt að þvo hann aftur svo að ég hef engar áhyggjur

Labb og Skriðuklaustur











Við mamma vorum á Skipalæk í morgun og eftir hádegið fórum við með Fjólu ömmu og Þóreyju í Skriðuklaustur og þar var ýmislegt skemmtilegt að sjá. Ég labbaði um langa ganga, hitti fullt af skemmtilegu fólki og fékk líka rosalega góða vöfflu með sultu og rjóma, líka eplaköku. Hér eru myndir sem voru teknar í dag