föstudagur, 27. mars 2009

Daglegt líf

.....mamma er ótrúleg. Hún gleymir að taka myndir á mikilvægum stundum eins og afmæli en er svo að taka myndir þegar ég er að gera bara venjulega hluti, eins og t.d. að borða muffins í mesta sakleysi...

....eða hjóla (ég er mjög flínkur að hjóla)...

Afmælismynd


Mamma tók eiginlega engar myndir í afmælinu mínu en hér er þó ein

Afmæli

Eins og auðvitað allir vita þá átti ég afmæli 15 mars og þá kom fullt af skemmtilegu fólki í heimsokn til okkar mömmu. Það vildi nú samt þannig til að ég, afmælisbarnið sjálft, vaknaði óvenju seint af lúrnum mínum og þegar ég kom fram með stírurnar í augunum og svolítið úrillur, þá var húsið orðið fullt af fólki. Ég jafnaði mig reyndar furðu fljótt þegar ég fór að taka upp pakka og þessi dagur var alveg frábær. Ég fékk góða hjálp við að taka upp pakkana eins og sést á upptökunni sem fylgir hér með.

föstudagur, 6. mars 2009

Ný orð

Nú er ég farinn að prófa mig áfram með að tala. Það er dálítið snúið því að sum hljóð kann ég bara ekkert að búa til, ég prófa mig áfram með því að herma eftir fullorðna fólkinu en orðin hljóma oft öðruvísi hjá mér heldur en þeim. EN STUNDUM TEKST ÞAÐ!!!!!