föstudagur, 6. mars 2009

Ný orð

Nú er ég farinn að prófa mig áfram með að tala. Það er dálítið snúið því að sum hljóð kann ég bara ekkert að búa til, ég prófa mig áfram með því að herma eftir fullorðna fólkinu en orðin hljóma oft öðruvísi hjá mér heldur en þeim. EN STUNDUM TEKST ÞAÐ!!!!!

3 ummæli:

Þórunn Gréta sagði...

Skoh! Kónguló!

Nafnlaus sagði...

Sæll vinur.
Stóra systir miðjubarn kallaði harðfisk "dottla" - það er ekki alltaf dagljóst hvað átt er við.
Mamma skilur samt alltaf :)
Kær kveðja,
Anna Guðný

Nafnlaus sagði...

Litli rúsínudindill. Það er gott í þér hljóðið gæskur og áður en varir verður þú farinn að ræða landsins gang og nauðsynjar.
Kveða
Rannveig Árna