föstudagur, 27. mars 2009

Afmæli

Eins og auðvitað allir vita þá átti ég afmæli 15 mars og þá kom fullt af skemmtilegu fólki í heimsokn til okkar mömmu. Það vildi nú samt þannig til að ég, afmælisbarnið sjálft, vaknaði óvenju seint af lúrnum mínum og þegar ég kom fram með stírurnar í augunum og svolítið úrillur, þá var húsið orðið fullt af fólki. Ég jafnaði mig reyndar furðu fljótt þegar ég fór að taka upp pakka og þessi dagur var alveg frábær. Ég fékk góða hjálp við að taka upp pakkana eins og sést á upptökunni sem fylgir hér með.

1 ummæli:

Karna Sigurðardóttir sagði...

Til hamingju með ammlið litli minn, passaðu uppá póstkassann næstu daga. K? K! Ksyss