þriðjudagur, 12. ágúst 2008

SprellikarlÍ lok júlí voru Þórunn Gréta risastóra systir og Dabbi mágur á ferðinni fyrir austan. Þau komu og kíktu á nýja fína húsið okkar mömmu og með þeim var Anna Guðný, systramóðir mín. Hún færði mér innflutningsgjöf með svakalega fínni slaufu sem var gaman að toga í. En ofan í pokanum var alvöru ítalskur Gosa sprellikarl. Hann var alveg stórmerkilegur. Ég var fljótur að sjá hvernig hann virkar. Á meðan mamma og Anna Guðný töluðu um alls konar innanhúsframkvæmdir steinþagði ég og æfði mig í að leika með sprellikarlinn.

1 ummæli:

Karna Sigurðardóttir sagði...

Stóri, stóri, leggjalangi!! Sæt eruð þið bæði, með sprellikallinn. Knúsknús, K