Ég er byrjaður í leikskóla og mér finnst ég vera orðinn býsna stór og tilkomumikill maður, enda fara engin smábörn í leikskóla. Ég er reyndar bara nýhættur að gráta þegar ég var að kveðja mömmu á morgnana en núna veifa ég henni bara bless og geng svo rogginn og sjálfsöruggur til hinna krakkanna og leikskólakennaranna því ég er búinn að komast að því að það er alltaf eitthvað skemmtilegt að gerast hjá þeim og leikskólakennararnir, tja þær eru reyndar bara rosalega góðar þegar maður fer að kynnast þeim.
Það er búið að vera mikið að gera hjá okkur mömmu í nýja húsinu okkar en við erum núna að fara að ganga frá dóti sem við erum búin að vera að flytja með okkur hingað og þangað. Ég er mjög duglegur að taka upp úr kössum enda fullt af skrítnum hlutum sem hægt er að finna, ég sé um að taka þá upp úr og dreifa þeim á gólfið þar sem mamma tekur þá síðan og setur inn í skáp. Stundum vil ég breyta og taka út úr skápunum aftur en þá fer mamma alltaf að sýna mér eitthvað allt annað og þá gleymi ég alveg hvað ég ætlaði að gera.
Ég ætla að finna myndir til að setja hér, bless í bili, Sigurjón Torfi
fimmtudagur, 2. október 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Takk fyrir yndislegar móttökur um daginn sæti. :)
Skrifa ummæli