mánudagur, 6. apríl 2009

Sleðaferð









Stundum fer ég í Skipalæk til að renna mér á sleða og það er frábært. Amma er ótrúlega dugleg að draga mig upp og niður hólinn á sleðanum og þegar við verðum þreytt þá förum við inn og fáum okkur pönnukökur. Í gær heilsuðum við upp á afa Grétar á sjúkrahúsinu og þegar við komum heim í Skipalæk aftur þá tók ég nokkrar sleðabunur og hitti líka hestana.


1 ummæli:

Þórunn Gréta sagði...

Er ekki ótrúlega skemmtilegt að renna sér niður hólinn?? Á sumrin getur maður svo rúllað sér niður... en þá kemur fullt af fólki og segir að maður fái garnaflækju. Það er samt bara plat, ég fékk aldrei garnaflækju.