sunnudagur, 1. júní 2008
....fleiri myndir.....
Þarna var ég nýbúinn að hjálpa mömmu að hengja út þvott og eins og venjulega var ég mjög hjálpsamur. Ég tíndi allan þvottinn uppúr balanum, setti hann í grasið og settist síðan sjálfur í balann. Mér fannst þetta skemmtilegt en mamma var ekkert ánægð með hvernig ég fór með tandurhreinan þvottinn, en ég veit að það er alltaf hægt að þvo hann aftur svo að ég hef engar áhyggjur
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
7 ummæli:
Þú ert flottastur.
Ja, það má náttúrulega segja að aldrei er góður þvottur of oft þveginn.
kv.
Rannveig Árna
Hallóhalló! Gaman að skoða þessa síðu :) Kv. úr Hlíðinni fögru, Margrét og Svandís
Þegar hægt er að skoða svona flottar myndir fer meira að segja ég í tölvuna. Það munar nú ekkert um nokkrar tuskur til eða frá í þvottaflóðinu á skipalæk sérstaklega þegar Heiða frænka verður komin.
Hæhæ, mikið rosalega ertu duglegur að hjálpa mömmu og vonandi verður þú svona duglegur að hjálpa Heiðu frænku og til hamingju með nýju síðuna.
Kv. Heiða frænka og Þorsteinn stóri frændi.
Jimundur minn hvað þú ert mikið krútt!!
Til hamingju með síðuna sæti, bestu kveðju til múttu :)
Kveðja Gréta A.
Þessi sveifla á hólnum er alveg spectacular! Svo er farið að móta fyrir almennilegum Skipalækjar-áhyggjusvip og allt, sjúss! K
Hæ hó Sigurjón.
Svakalega ertu orðinn duglegur að labba kallinn. Sigurður er ekki eins flinkur en það kemur ábyggilega alltsaman,
Biðjum afskaplega vel að heilsa á Skipó og skilaðu til ömmu þinnar að hann Sigurður Óttar er að verða vel rauðhærður...hehe.
Ingunn Bylgja og co
Skrifa ummæli